Tottenham hefur fengið vondar fréttir fyrir endapsrett tímabilsins en Emerson Royal bakvörður liðsins verður frá í sex vikur.
Bakvörðurinn frá Brasilíu meiddist á hné í verkefni með landsliði sínu.
Tottenham er að berjast við að ná sæti í Meistaradeild Evrópu en Emerson hefur verið lykilmaður í liðinu á þessu tímabili.
Meiðslin verða til þess að Emerson mun aðeins geta spilað allra síðustu leiki tímabilsins en deildin klárast í lok maí.
Tottenham rak í gær Antonio Conte úr starfi sínu sem stjóra liðsins. Liðið skoðar nú hvaða mann skal ráða í hans starf.
Christian Stellini sem var aðstoðarmaður Conte mun stýra Tottenham út tímabilið.