Thomas tuchel er tekinn við sem stjóri Bayern Munchen eftir brottrekstur Julian Nagelsmann.
Tuchel þekkir það vel að þjálfa í Þýskalandi og gerði góða hluti með Borussia Dortmund á sínum tíma, á meðal annars.
Tuchel er einnig fyrrum stjóri Chelsea og ætlar sér að taka tvo leikmenn þaðan til Þýskalands.
Calciomercato segir að Tuchel sé hrifinn af tveimur leikmönnum Chelsea og vill hann fá þá til félagsins.
Einn af þeim er markmaðurinn Edouard Mendy og hinn er miðjumaðurinn Mateo Kovacic.
Mendy er ekki aðalmarkvörður Chelsea í dag og gæti verið fáanlegur en það myndi taka góða upphæð ef Kovacic færir sig til Þýskalands.