fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
433Sport

Stoltur af liðsfélaga sínum í landsliðinu sem kom mun sterkari til baka – ,,Ég læri klárlega af honum“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 26. mars 2023 21:23

Saliba í baráttunni í leiknum gegn City fyrr á leiktíðinni. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Phil Foden, leikmaður Englands, hefur hrósað liðsfélaga sínum Bukayo Saka sem er leikmaður Arsenal.

Saka og Foden eru samherjar í enska landsliðinu en sá fyrrnefndi fékk mikið skítkast eftir að hafa klikkað á vítaspyrnu á EM árið 2020 í úrslitaleik gegn Ítalíu.

Foden segist hafa lært af Saka og segir hann vera með sterkan persónuleika en hann brást virkilega vel við og hefur staðið sig mjög vel undanfarin þrjú ár.

,,Ég læri klárlega af honum. Hann klikkaði á vítaspyrnunni og hvernig hann brást við með frammistöðu með bæði landsliði og félagsliði,“ sagði Foden.

,,Hann er svo góður náungi og allir kunna vel við hann. Hann er stór hluti af því sem við erum að gera hérna. Þetta sýnir hvernig manneskja hann er.“

,,Hann er kornungur og er enn að læra leikinn. Að hann geti komið til baka svo sterkur eftir eitthvað svona sýnir hans hugrekki. Ég er svo ánægður fyrir hans hönd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Frakkinn kynntur til leiks í London

Frakkinn kynntur til leiks í London
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tuchel skoðar það að taka ungstirni Arsenal inn í hópinn

Tuchel skoðar það að taka ungstirni Arsenal inn í hópinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Óvissunni loks lokið