Ísland er komið í 1-0 forystu gegn Liechtenstein í undankeppni Evrópumótsins en Davíð Kristján Ólafsson skoraði það.
Um er að ræða fyrsta mark bakvarðarins fyrir Ísland en hann hamraði boltanum í varnarmann heimamanna og í netið.
Íslenska liðið hefur mikla yfirburði í leiknum.
Mark Davíðs má sjá hér að neðan.
Fyrsta landsliðsmark Davíðs! 1 – 0 ⚽️ pic.twitter.com/Mrhre6vAk6
— Viaplay Sport IS (@ViaplaySportIS) March 26, 2023