Patrice Evra hefur tjáð sig um af hverju hann ákvað að ganga í raðir Manchester United árið 2006, frekar en Liverpool eða Inter Milan.
Liverpool var lengi í bílstjórasætinu en Evra var vinstri bakvörður Monaco og var gríðarlega eftirsóttur.
Goðsagnarkenndi þjálfarinn, Sir Alex Ferguson, sá hins vegar til þess að hann mundi enda í Manchester með ansi áhugaverðri taktík.
,,Sir Alex ræddi við umboðsmanninn minn og við hittumst á flugvelli. Hann talaði enga frönsku svo þetta var meira David Gill að semja. Enskan mín var ekki frábær svo umboðsmaðurinn minn þýddi orðin fyrir mig,“ sagði Evra.
,,Ég man eftir því að hann spurði mig hvort ég drykki áfengi, hvort ég væri hrifinn af því að fara út á lífið. Ég svaraði neitandi en viðurkenndi að ég gæti skemmt mér.“
,,Hann hélt áfram og spurði hvort það væri í lagi fyrir mig að tapa leikjum eða gera jafntefli. Ég neitaði.“
,,Mér leið eins og ég væri að vera yfirheyrður af lögreglunni. Ég tók í höndina á honum og sagði honum að ég væri tilbúinn. Ef ég myndi bregðast honum þá myndi hann drepa mig.“