Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Liechtenstein
Það fer alveg að koma að öðrum leik íslenska karlalandsliðsins í undakeppni EM 2024 hér í Liechtenstein, þar sem strákarnir mæta heimamönnum.
Leikmenn Íslands eru staðráðnir í að sýna sitt rétta andlit eftir slæmt tap gegn Bosníu-Hersegóvínu á fimmtudag.
Það er leikið í Vaduz í dag og eru aðstæður til knattspyrnuiðkunnar ansi góðar.
Það er fremur svalt en logn og bjart. Það er því ekki yfir neinu að kvarta.
Umhverfi Rheinpark-vallarins hér í Vaduz er virkilega flott, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Það er ekki búist við mörgum áhorfendum á leiknum. Samkvæmt upplýsingum frá því fyrr í dag verða þó um tuttugu Íslendingar.
Leikurinn hefst klukkan 16 að íslenskum tíma.