Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Liechtenstein
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 hefur verið opinberað.
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu frá tapinu gegn Bosníu-Hersegóvínu á fimmtudag.
Aron Einar Gunnarsson snýr aftur eftir að hafa verið í leikbanni. Ásamt fyrirliðanum kemur inn í liðið Stefán Teitur Þórðarson.
Þeir Daníel Leó Grétarsson og Arnór Ingvi Traustason taka sér sæti á bekknum í þeirra stað.
Strákarnir okkar þurfa nú að sýna sitt rétta andlit eftir slæmt tap í Bosníu.
Leikurinn hefst klukkan 16 að íslenskum tíma og er í beinni á Viaplay.
Byrjunarlið Íslands
Rúnar Alex
Guðlaugur Victor
Aron Einar
Hörður Björgvin
Davíð Kristján
Stefán Teitur
Jóhann Berg
Hákon Arnar
Arnór Sigurðsson
Jón Dagur
Alfreð Finnbogason