Mario Balotelli hefur skotið á ítalska landsliðsþjálfarann Roberto Mancini sem vann einnig með honum hjá Manchester City.
Samband Mancini og Balotelli hefur verið gott og slæmt á ferlinum en sá síðarnefndi lék síðast landsleik árið 2018.
Mancini kvartaði yfir því í vikunni að Ítalía væri ekki með framherja til að velja í landsliðið – eitthvað sem Balotelli þvertekur fyrir.
Balotelli segir að Mancini sé að afsaka sig eftir að hafa tapað 2-1 gegn Englandi í undankeppni EM.
,,Það eru framherjar í boði á Ítalíu, treystið mér,“ sagði Balotelli á Instagram síðu sinni.
,,Að sjá eftir einhverju er eitthvað sem fólk sem lærir ekki sína lexíu finnur fyrir og um leið og þeir komast á þann stað þá er það of seint. Það er líka möguleiki að þeir komist aldrei þangað.“