Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Liechtenstein
Ísland er komið í 3-0 gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024.
Davíð Kristján Ólafsson skoraði fyrsta mark Íslands en Hákon Arnar Haraldsson tvöfaldaði svo forystuna.
Aron Einar Gunnarsson skoraði svo þriðja markið með skalla eftir hornspyrnu í upphafi seinni hálfleiks.
Fyrirliðinn er að eiga frábæran leik, en hann átti stoðsendinguna í öðru markinu og fyrirgjöfina sem leiddi til fyrsta marksins.