Kenny Sansom, fyrrum stjarna Arsenal, hefur opnað sig um erfiða tíma á sínum ferli sem knattspyrnumaður.
Sansom drakk mikið á meðan hann var á sínum yngri árum en hann lék yfir 300 deildarleiki fyrir Arsenal og 86 landsleiki fyrir England.
Það eru í dag þrjú ár síðan Sansom fékk sér síðast í glas og hefur hann aldrei verið ánægðari.
Átakanlegt viðtal við þennan 64 ára gamla mann sem drakk eitt sinn níu vínflöskur á einu kvöldi.
,,Stundum verð ég ansi reiður út í sjálfan mig en stundum er ég ánægður,“ sagði Sansom við Sun og bendir á að hann muni ekki eftir sínum bestu árum sem knattspyrnumaður.
,,Í apríl þá eru held ég þrjú ár síðan ég drakk síðast – það er ekki auðvelt. Áfengi eyðilagði lífið mitt.“
,,Það er eitthvað sem ég get sagt og meint. Ég veit það sjálfur að ég mun aldrei opna aðra vínflösku.“
,,Ég get loksins notið þess að eyða tíma með fjölskyldunni. Ég get farið með þau á knattspyrnuleiki eða hvert sem þau vilja. Loksins líður mér eins og pabbi, fyrir það var ég fyllibytta.“