Besta deildin hefst 10. apríl og liðin byrjuð að hefja sinn lokaundirbúning áður en flautað verður til leiks. Rætt var um deildina í Íþróttavikunni með Benna Bó sem er á dagskrá Hringbrautar öll föstudagskvöld. Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans hér á fróni, kom og fékk sér sæti ásamt Herði Snævari Jónssyni, íþróttafréttastjóra Torgs.
„Mig vantar nokkrar gráður á hitamælinn til að verð alvöru spenntur. Nei nei, ég er spenntur. Ég á von á titilbaráttu og held að Blikar muni ekki stinga af. Mörg lið sem geta fallið og þetta verður skemmtilegt sumar,“ sagði Hörður.
Tómas Þór tók í sama streng og undraðist að það séu bara nokkrir dagar í upphafsflaut. Tómas er gallharður stuðningsmaður Víkinga og segir að hópurinn sé sterkur en þunnskipaður. „Við erum með hrikalega sterkan hóp en alltof lítill. Evrópuliðið, Víkingur, Blikar og KA, munu spila á fjögurra daga fresti fyrstu 60 dagana og varpar kannski einhverju ljósi á ástæðuna að Óskar Hrafn er með 56 manna hóp eða svo,“ sagði hann og hló.
„Það var kvöld með stuðningsmönnum Víkings á fimmtudag sem ég var að stýra og hann sagði mönnum þar að það séu fimm skotmörk, þar af tveir landsliðsmenn sem eru að spila til að bregðast við,“ sagði Tómas.