Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Liechtenstein
Það kom upp skemmtilegt atvik á æfingu íslenska karlalandsliðsins hér í Liechtenstein í dag.
Liðið undirbýr sig fyrir leik gegn heimamönnum á morgun í undankeppni Evrópumótsins 2024. Strákarnir okkar ætla sér að bæta upp fyrir slæmt tap gegn Bosníu-Hersegóvínu á fimmtudag með góðri frammistöðu á morgun.
Á æfingunni í Vaduz í dag hafði hópnum verið skipt upp í tvö lið í einni æfingunni. Annað liðið var byrjað að fagna ákaft þegar í ljós kom að Hákon Arnar Haraldsson hafði handleikið boltann.
Hitt liðið heimtaði að stig þeirra í æfingunni sem um ræðir yrði ekki dæmt gott og gilt og fengu það í gegn.
Mikil mótmæli urðu í kjölfarið en allt var þetta þó í grunninn á léttu nótunum.
Myndband af þessu má sjá hér að neðan.