Chelsea ætti að leitast eftir því að selja Christian Pulisic og Mason Mount til að fjármagna kaup á Joao Felix.
Þetta segir fyrrum leikmaður liðsins, Frank Lebeouf, en hann vonar innilega að Felix gangi endanlega í raðir félagsins.
Mount og Pulisic eru báðir orðaðir við brottför í sumar en Felix er aðeins í láni hjá Chelsea frá Atletico Madrid.
,,Joao Felix er frábær leikmaður, hann er hættulegasti leikmaður liðsins og sá skemmtilegasti,“ sagði Lebeouf.
,,Hann hefur verið nokkuð stöðugur og í nánast hverjum leik þá skapar hann eitthvað. Vonandi getur Chelsea selt einhverja leikmenn.“
,,Kannski Pulisic og Mount og þá geta þeir keypt Feluix endanlega. Þetta myndi koast mikið og það er það eina sem eigendurnir hafa áhyggjur af. Ef ég horfi á hann sem fótboltamann, þá myndi ég kaupa hann.“