fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
433Sport

Rukka minna á völlinn og reyna að fá hópa sem njóta sín á vellinum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 25. mars 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Besta deildin hefst 10. apríl og liðin byrjuð að hefja sinn lokaundirbúning áður en flautað verður til leiks. Rætt var um deildina í Íþróttavikunni með Benna Bó sem er á dagskrá Hringbrautar öll föstudagskvöld. Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans hér á fróni, kom og fékk sér sæti ásamt Herði Snævari Jónssyni, íþróttafréttastjóra Torgs.

Benedikt Bóas sagði að hann hefði grúskað aðeins í ársreikningum liðanna og komst að því að miðasala liða er um 10-20 milljónir sem er ekki stór hluti af stóru heildinni en mörg félög velta mörg hundruð milljónum á ári. Hann spurði þá félaga hvort það ætti ekki bara að lækka miðaverðið og reyna að fá tekjurnar annarsstaðar.

„Enda vissu allir að Covid takmarkanir skiptu íslensk lið sama og engu máli. Tekjur af miðasölu eru sáralitlar í stóra samhenginu,“ segir Hörður en sagði að miðaverð skipti litlu hvort fólk fari á völlinn eða ekki. „Það skiptir engu hvort það kosti þúsund eða tvö þúsund. Ef menn ætla að sjá Víking spila þá fara menn og sjá Víking spila.“

Tómas greip þá boltann á lofti. „Þetta er ágætis pæling. Það þarf jú eiginlega að fara í greiðslumat til að kaupa gulrótarpoka og ef félög sem standa vel, tökum dæmi Blikar, Víkingur, Valur sem koma upp í hugann.

Ef það er hægt og viðkomandi lið halda að fleiri komi á völlinn og kaupa sér þá frekar mat og drykk og jafnvel varning. Hvers vegna ekki?

Ég held að bjórsala sé orðinn frekar stór hluti af þessu hjá félögunum og það pælir enginn í því hvað bjórinn kostar, nema niður í miðbæ þar sem hann kostar 1.700 krónur. En kannski má athuga hvort þetta virki því þetta er ekki það mikið. Rukka minna á völlinn og reyna að fá hópa sem njóta sín á vellinum og það þarf ekkert að lofa þessu út tímabilið. Bara fyrstu tvo heimaleikina eða fjóra eða eitthvað álíka. Sérstaklega kannski í apríl og maí ef það eru tvær gráður.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gagnrýndi frammistöðu hans í rúminu með athyglisverðri samlíkingu – Hann svarar nú fullum hálsi

Gagnrýndi frammistöðu hans í rúminu með athyglisverðri samlíkingu – Hann svarar nú fullum hálsi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Nýbúinn að skrifa undir en er sagður vilja fara

Nýbúinn að skrifa undir en er sagður vilja fara
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Guardiola varð sár þegar hann heyrði að Walker hefði gert þetta

Guardiola varð sár þegar hann heyrði að Walker hefði gert þetta
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Miðasölu lýkur á mánudag

Miðasölu lýkur á mánudag
Hide picture