Gary Neville, goðsögn Manchester United, er að verða ansi þreyttur á fyrrum framherjanum Gabby Agbonlahor.
Agbonlahor starfar fyrir TalkSport og er duglegur að tala um Neville í útvarpsþætti þar, eitthvað sem Neville hefur tekið eftir.
Neville hefur heyrt af skítkasti Agbonlahor og hefur nú svarað fyrir sig – sem kom mörgum á óvart.
Agbonlahor lék lengi með Aston Villa og spilaði gegn Neville og talar á meðal um hann sem sinn léttasta andstæðing.
,,Hann hraunar yfir mig í hverri viku í þessum útvarpsþætti. Þeir ‘tagga’ mig á Twitter og það pirrar mig, í fullri hreinskilni,“ sagði Neville.
,,Hann er spurður að því hver væri hans auðveldasti andstæðingur á ferlinum og hann svarar ‘Gary Neville hjá Manchester United.’
,,Lúmski djöfull, þið unnuð ekki gegn okkur í 25 ár!“