Það kom mörgum á óvart þegar Ben Foster var tilkynngur sem nýr leikmaður Wrexham í utandeildinni í gær.
Wrexham stefnir á að komast upp um deild á tímabilinu og samdi við Foster sem er 39 ára gamall og á að baki hundruði leikja í ensku úrvalsdeildinni.
Foster var mjög spenntur er hann krotaði undir samninginn en annar af eigendum Wrexham, leikarinn Ryan Reynolds, er í miklu uppáhaldi hjá honum.
,,Ryan Reynolds ætlar að hringja í mig seinna í dag! Van Wilder er ein af mínum uppáhalds bíómyndum,“ sagði Foster.
,,Þeir eru svo sjáanlegir í þessu félagi, þeir eru alltaf þarna. Þeir vilja vera hluti af þessu. Ég þarf ekki mikið af peningum ef ég á að vera hreinskilinn, það tók okkur fimm mínútur að semja.“
,,Ég fæ nánast ekkert borgað en þetta snýst um að koma liðinu yfir línuna og upp um deild.“