Alex Song, fyrrum leikmaður Arsenal, er að gera nokkuð góða hluti í Djíbútí en margir hafa gleymt þessum leikmanni.
Song gerði garðinn frægan sem leikmaður Arsenal en hann spilaði þar frá 2006 til 2012 og gekk svo í raðir Barcelona.
Ferill hans fór niður á við eftir það skref og hefur hann spilað fyrir Rubin Kazan í Rússlandi og Sion í Sviss síðan þá.
Árið 2020 samdi Song við Arta/Solar í Djíbútí og hefur unnið tvo deildarmeistaratitla þar í landi í röð.
Song er 35 ára gamall og lék 49 landsleiki fyrir Kamerún en hans síðasti landsleikur kom árið 2014.
Ekki nóg með það þá er Song að hjálpa til í fátæku landi en hann hefur gefið pening til að hjálpa að byggja blokk sem og skóla í landinu.
Frábært góðverk hjá þessari fyrrum stjörnu en hann hefur áður talað um hversu illa hann fór með peninga á sínum yngri árum.