Bojan Krkic, fyrrum undrabarn Barcelona, hefur lagt skóna á hilluna aðeins 32 ára gamall.
Þetta hefur leikmaðurinn sjálfur staðfest en hann var lengi talinn einn efnilegasti leikmaður heims.
Meiðsli settu strik í reikning Bojan sem spilaði fyrir lið eins og AC Milan, Ajax, Stoke City, Mainz og Alaves.
Ferill hans endaði í Japan hjá Vissel Kobe en hann hefur verið samningslaus síðan í janúar og ákvað að kalla þetta gott.
Bojan spilaði yfir 100 deildarleiki fyrir Barcelona og náði að leika einn landsleik fyrir Spán árið 2008.