Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Liechtenstein
Allir leikmenn íslenska landsliðshópsins æfðu í dag fyrir utan einn. Þórir Jóhann Helgason er að glíma við veikindi.
Arnar Þór Viðarsson sagði frá þessu á fréttamannafundi í Liechtenstein í dag. Þar mætir Ísland heimamönnum á morgun.
Menn tóku mismikinn þátt í æfingunni en allir eru þó heilir. Aðeins er verið að vernda menn fyrir morgundaginn.
Arnar sagði hins vegar á fréttamannafundinum að það þyrfti að taka stöðuna á Þóri fyrir leik þar sem hann er veikur.
Leikur Íslands og Liechtenstein hefst klukkan 16 á morgun að íslenskum tíma. Strákarnir okkar þurfa að sína sitt rétta andlit eftir slæmt tap gegn Bosníu á fimmtudag.