Ederson, markmaður Brasilíu, var hissa fyrr í mánuðinum er leikmannahópur liðsins fyrir komandi verkefni var kynntur.
Það kom mörgum á óvart að Alisson, markmaður Liverpool, var ekki valinn en hann hefur verið aðalmarkvörður á meðan Ederson hefur verið til vara.
Alisson hefur lengi verið talinn einn besti markmaður heims en Raon Menezes, tímabundinn landsliðsþjálfari Brassa, valdi hann ekki.
Ederson var hissa er hann sá hvaða markmenn voru valdir og veit ekki ástæðuna af hverju Alisson er ekki í hóp.
,,Um leið og ég sá listann þá var ég mjög hissa en þetta er ákvörðun landsliðsþjálfarans,“ sagði Ederson.
,,Þetta eru valmöguleikar og ég bjóst við að hann yrði þarna en svo var ekki. Ég veit ekki af hverju.“