Brasilíski markvörðurinn Rafael Broetto hefur skrifað undir samning við Lengjudeildar lið Vestra.
Um er að ræða 32 ára reynslumikill markvörð sem hefur undanfarin ár verið á mála hjá litháenska úrvalsdeildarfélaginu FK Panevezys, Broetto átti meðal annars stóran þátt í því að liðið endaði í 3. sæti í efstu deild Litháen á síðasta tímabili og tókst þar með að tryggja sér Evrópusæti.
Broetto er fæddur í Cianorte í Brasilíu en er með portúgalskt vegabréf. Hann á að baki 68 leiki með FK Panevezys en samningur hans við félagið rann út í upphafi árs.
Vestri mun leika undir stjórn Davíðs Smára Lamude á komandi tímabili en hann tók við liðinu eftir síðasta tímabil. Vestri hefur verið í leit að markverði undanfarnar vikur og er hann nú fundinn.
Broetto er með Vestra í æfingaferð í Montecastillo á Spáni.