Enskir veðbankar teljar mestar líkur á því að Julian Nagelsmann fyrrum stjóri FC Bayern taki við þjálfun Tottenham í sumar.
Nagelsmann var rekinn frá Bayern í gærkvöldi og verður það formlega tilkynnt í dag.
Nagelsmann var einn mest spennandi þjálfari í Evrópu þegar Bayern sótti Nagelsmann fyrir tæpum tveimur árum.
Tottenham er á barmi þess að reka Antonio Conte úr starfi og er Nagelsmann samkvæmt veðbönkum líklegastur til að taka við.
Líklegastir til að taka við af veðbönkum:
Julian Nagelsmann – 10/11
Ryan Mason – 15/8
Mauricio Pochettino – 10/3
Oliver Glasner – 11/1
Sergio Canceicao – 11/1