Búist er við því að opinber yfirlýsing frá þýska stórveldinu Bayern Munchen, þess efnis að Julian Nagelsmann, þjálfara liðsins hafi verið sagt upp störfum, berist í dag. Ákvörðunin hefur verið tekin og frétti Nagelsmann fyrst af þeim vendingum í fjölmiðlum.
Þessu heldur knattspyrnusérfræðingurinn Fabrizio Romano, sem var fyrstur með fréttirnar í gær, fram.
,,Það er minn skilningur að Julian Nagelsmann hafi ekkert heyrt frá Bayern Munchen enn þá. Þjálfarinn frétti fyrst af þessu í gegnum fjölmiðla,“ skrifar Romano í færslu á samfélagsmiðlinum Twitter.
Romano segir 100% viss um upplýsingarnar frá sínum heimildarmönnum og alls ekki oft sem Ítalinn klikkar.
Romano greindi einnig frá því í gær að forráðamenn Bayern hefðu nú þegar náð samkomulagi við þýska knattspyrnustjórann Thomas Tuchel um að taka við stjórnartaumunum á Allianz Arena.
Tuchel hafi nú þegar samþykkt að taka við Bayern sem situr í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, með einu stigi minna en topplið Borussia Dortmund.
Þá er Bayern einnig komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu og mætir þar Englandsmeisturum Manchester City.
More on FC Bayern situation 🔴👇🏻
Understand that Julian Nagelsmann has not received any direct communication from Bayern yet — German coach saw the information on the media.
Club statement expected on Friday but it was decided internally in the last 5/6h and 100% confirmed. pic.twitter.com/4761xWokSB
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 23, 2023