Sannkölluð sigurhátíð var haldin í gær í Buenos Aires þegar að argentínska landsliðið í knattspyrnu tók á móti Panama í vináttuleik. Argentínska þjóðin hyllti hetjur sínar í argentínska landsliðinu, sem urðu heimsmeistarar undir lok síðasta árs, á magnþrunginn hátt.
Slíkar voru mótttökurnar að Lionel Messi, fyrirliði argentínska liðsins og þjóðhetja í Argentínu, komst við ásamt fleiri leikmönnum liðsins sem og þjálfaranum Scaloni.
Lionel Messi in tears 😢
What a moment as Argentina welcomes back its World Cup winners. pic.twitter.com/Pn9lHAw7uV
— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 23, 2023
Leiknum sjálfum lauk með 2-0 sigri Argentínu og var það viðeigandi að Messi, maðurinn sem leiddi Argentínu áfram að heimsmeistaratitlinum, skyldi skora sitt 800 mark á atvinnumannaferlinum í leiknum.
Messi skoraði seina mark Argentínu gegn Panama með stórglæsilegu marki úr aukaspyrnu.
Messi’s 800th career goal comes as a free kick in his first game with Argentina as World Cup champions.
Perfect.
(via @TV_Publica)pic.twitter.com/sWSREGPOBZ
— B/R Football (@brfootball) March 24, 2023