Búist er við því að opinber yfirlýsing frá þýska stórveldinu Bayern Munchen, þess efnis að Julian Nagelsmann, þjálfara liðsins hafi verið sagt upp störfum, berist í dag. Ákvörðunin hefur verið tekin og frétti Nagelsmann fyrst af þeim vendingum í fjölmiðlum.
Nagelsmann mætti á æfingasvæði Bayern rétt í þessu til að fá fréttirnar, hann fær laun til ársins 2026 frá þýska félaginu.
Þessu heldur knattspyrnusérfræðingurinn Fabrizio Romano, sem var fyrstur með fréttirnar í gær, fram.
,,Það er minn skilningur að Julian Nagelsmann hafi ekkert heyrt frá Bayern Munchen enn þá. Þjálfarinn frétti fyrst af þessu í gegnum fjölmiðla,“ skrifar Romano í færslu á samfélagsmiðlinum Twitter.
Romano greindi einnig frá því í gær að forráðamenn Bayern hefðu nú þegar náð samkomulagi við þýska knattspyrnustjórann Thomas Tuchel um að taka við stjórnartaumunum á Allianz Arena.
Myndband af Nagelsman að mæta í dag eru hér að neðan.
Julian Nagelsmann has arrived at Bayern HQ to receive official communication: he is gonna be sacked. 🚨🔴 #FCBayern
Nagelsmann’s gonna be on the club’s payroll until 2026 — or until he finds new club.
🎥 @linner_nicolas pic.twitter.com/MxlRVzjjNl
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 24, 2023