Það styttist óðum í að knattspyrnutímabilið hefjist af fullum krafti og eru knattspyrnufélög landsins í óða önn að undirbúa sig fyrir komandi átök. FHingar frumsýndu í dag keppnistreyjur sínar fyrir komandi tímabil með veglegu myndbandi sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum.
Aðaltreyja liðsins er sem fyrr í hvíta og svarta litnum og þá var alsvört varatreyja félagins einnig frumsýnd.
Karlalið FH mun reyna að bíta frá sér á komandi tímabili eftir afar erfitt síðasta tímabil þar sem að liðið slapp rétt svo við fall. Heimir Guðjónsson er mættur aftur í Kaplakrika og standa vonir til að hann nái að blása lífi í liðið á nýjan leik.
Kvennalið FH er mætt aftur í deild þeirra bestu eftir að hafa borið sigur úr býtum í Lengjudeild kvenna á síðasta tímabili þar sem liðið tapaði ekki leik. Nú reynir liðið að festa sæti sitt í Bestu deildinni og verður áhugavert að sjá hvernig til tekst.
NÝIR BÚNINGAR 2023😮💨#ViðErumFH pic.twitter.com/5NM57qErND
— FHingar (@fhingar) March 24, 2023