Kári Árnason og Rúrik Gíslason sérfræðingar Viaplay voru spurðir að því í gærkvöldi hvort reka ætti Arnar Þór Viðarsson úr starfi landsliðsþjálfara. Báðir voru á því að ekki ætti að gera það.
Íslands tapaði illa gegn Bosnía og Hersegóvínu og í undankeppni EM í gær, 0-3. Um var að ræða fyrsta leik í riðlinum en íslenska liðið átti aldrei séns í leiknum.
Arnar er á sínu þriðja ári sem þjálfari liðisins „Jájá,“ sagði Kári Árnason um stöðu Arnars og hvort hann yrði áfram þjálfari liðsins.
„Hann hefur fengið langt reipi,“ sagði Kári og talaði um breytingar á áherslum íslenska liðsins og þá þróun sem KSÍ réð Arnar til að ráðast í.
„Hann verður að vera áfram og sjá þetta í gegn,“ sagði Kári og átti þar við um þær breytingar á stíl sem hafa orðið hjá Arnari. Liðið er hætt að verjast líkt og gullaldarlið Íslands gerði og reynir að halda meira í boltann.
„Hann fær alltaf þessa keppni, ég veit samt svo sem ekkert um það,“ sagði Kári.
Rúrik Gíslason tók í sama streng. „Það væri verið að koma okkur aftur á byrjunarreit, við viljum vona að þessi þróun sé komin áfram með Arnar Þór Viðarsson í brúnni,“ sagðu Rúrik.