Marcus Rashford sóknarmaður Manchester United ætlar að bíða og sjá hverjir verða eigendur félagsins áður en hann skrifar undir nýjan samning.
Rashford er 25 ára gamall en í sumar á hann eitt ár eftir af samningi sínum.
Glazer fjölskyldan skoðar að selja félagið en óvíst er hvort af því verði, viðræður eru í gangi en óvíst er í dag hvort félagið verði selt.
Glazer fjölskyldan hefur verið að reyna að fá Rashford til að skrifa undir en samkvæmt enskum blöðum ætlar hann að bíða.
Rashford hefur skorað 27 mörk en hann vill fá alvöru laun en Glazer fjölskyldan vill ekki bjóða honum meira en 300 þúsund pund á viku en líklega eru lið sem vilja bjóða honum hærri laun.