Fagnaðarlætin voru gífurleg í búningsklefa landsliðs Bosníu & Herzegovinu eftir 3-0 sigurinn á íslenska landsliðinu í fyrstu umferð undankeppni EM í leik sem fram fór í Zenica í gærkvöldi. Forseti bosníska knattspyrnusambandsins mætti inn í klefa liðsins eftir leik og var hrókur alls fagnaðar.
Ljóst var að mikið stóð til þegar Vico Zeljkovic, forseti bosníska knattspyrnusambandið mætti á leikvanginn í Zenica í gær, umkringdur vopnuðum öryggisvörðum.
Svo fór að bosníska landsliðið var langtum betra heldur en það íslenska í leik gærkvöldsins og sigur liðsins aldrei í hættu.
Myndband sem tekið var upp í búningsklefa bosníska landsliðsins eftir leikinn gegn Íslandi hefur farið í dreifingu á samfélagsmiðlum en þar sést að téður Zeljkovic er hrókur alls fagnaðar.
Í öllum fagnaðarlátunum gerði hann síðan leikmönnum landsliðsins ljóst að þeir myndu fá bónusgreiðslu fyrir sigurinn á Íslandi. Þá myndu bónusgreiðslurnar tvöfaldast ef liðið næði í stig í næsta leik sínum gegn Slóvakíu. Ef þeir myndu vinna þann leik myndu bónusgreiðslurnar þrefaldast.
Good atmosphere in the dressing room after the match. Vico Zeljkovic tells the players that if they get a point against Slovakia, they will get double bonuses and if they win, they will get triple bonuses. pic.twitter.com/XxKapJkcW4
— BiHFootball (@BiHFootball) March 23, 2023