Rodrygo, leikmaður Real Madrid, viðurkennir að það sé möguleiki að Carlo Ancelotti taki við brasilíska landsliðinu.
Rodrygo vinnur með Ancelotti hjá Real í dag en sá síðarnefndi er sterklega orðaður við landslið Brassana.
Samkvæmt Rodrygo eru líkur á að Ancelotti sé að taka við Brasilíu en það mun koma í ljós á næstu vikum eða í sumar.
,,Við tölum um þetta í smá gríni en í hverju gríni þá leynist smá sannleikur. Staðan er nokkuð erfið. Þú þarft að yfirgefa Real Madrid til að koma hingað,“ sagði Rodrygo.
,,Ég get ekki sagt hvað mun eiga sér stað en það væri mikill heiður að fá hann til að þjálfa hérna.“