„Ekkert annað í boði en að rífa sig upp af rassgatinu og vinna næsta leik,“ skrifar Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði Íslands í leiknum gegn Bosnía og Hersegóvínu á Twitter í dag.
Ljóst er að leikmenn íslenska liðsins eru langt niðri eftir slæmt tap þar sem væntingarnar voru nokkrar fyrir leik.
Íslenska landsliðið mun í dag ferðast frá Sarajevó til Þýskalands þar sem liðið ferðast svo með rútu á hótel nálægt Liechtenstein.
Íslands tapaði illa gegn Bosnía og Hersegóvínu og í undankeppni EM í gær, 0-3. Um var að ræða fyrsta leik í riðlinum en íslenska liðið átti aldrei séns í leiknum.
Ekkert annað í boði en að rífa sig upp af rassgatinu og vinna næsta leik! @footballiceland pic.twitter.com/1WwhCdFoaD
— Johann B Gudmundsson (@Gudmundsson7) March 24, 2023
Íslenska liðið mætir Liechtenstein á sunnudag en algjör krafa er gerð á sigur liðsins í þeim leik.
Heimamenn í Liechtenstein eru að ferðast heim til sín í dag en liðið tapaði á útivelli gegn Portúgal í gær.
Ísland hefur gengið vel með Liechtenstein undanfarið en eitt frægasta tap Íslands kom árið 2007 gegn Liechtenstein en þá var Arnar Þór Viðarsson leikmaður liðsins.