Íslenska kvennalandsliðið er í 14. sæti á nýútgefnum styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins (FIFA). Liðið hefur aldrei í sögunni verið jafn ofarlega á umræddum styrkleikalista.
Landsliðið fer upp um tvö sæti milli lista, var áður í 16. sæti en liðið leikur undir stjórn Þorsteins Halldórssonar.
Bandaríkin sitja á toppi styrkleikalistans og í öðru sæti situr landslið Þýskalands.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 24, 2023