Hjörvar Hafliðason og lærlingar hans í Dr. Football furða sig á ummælum Arnars Þórs Viðarssonar, landsliðsþjálfara eftir 3-0 tap gegn Bosníu og Hersegóvínu í gær.
Um var að ræða fyrsta leik í riðlinum en íslenska liðið átti aldrei séns í leiknum. Á Viaplay var Arnar Þór spurður að því eftir leik hvort það hefðu verið mistök að byrja bara með einn varnarsinnaðann miðjumann.
Arnar svaraði því til að eftir fimm mínútna leik hefði hann látið Jóhann Berg Guðmundsson fara í stöðu djúps miðjumanns með Arnóri Ingva Traustasyni.
„Við horfðum á leikinn aftur í morgun. Við sáum þetta ekki,“ sagði Hjörvar í þættinum í dag.
Albert Brynjar Ingason tók þá til máls. „Ég held að Arnar þurfi að horfa á leikinn aftur, það var ekki hlustað á þau fyrirmæli. Í pressu fóru þeir tveir upp og einn sat eftir,“ sagði Albert.
Albert gagnrýndi viðtalið við Arnar enn frekar. „Hvað hann segir eftir leikinn, að fólk þurfi að taka eftir því að andstæðingarnir voru góðir. Við verðum að geta unnið og fengið meira en liðið á inni út frá styrkleikalistanum,“ sagði Albert.