fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
433Sport

Fetta fingur út í ummæli Arnars Þórs eftir leik í gær – „Við sáum þetta ekki“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 24. mars 2023 14:00

Arnar Þór Viðarsson. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason og lærlingar hans í Dr. Football furða sig á ummælum Arnars Þórs Viðarssonar, landsliðsþjálfara eftir 3-0 tap gegn Bosníu og Hersegóvínu í gær.

Um var að ræða fyrsta leik í riðlinum en íslenska liðið átti aldrei séns í leiknum. Á Viaplay var Arnar Þór spurður að því eftir leik hvort það hefðu verið mistök að byrja bara með einn varnarsinnaðann miðjumann.

Arnar svaraði því til að eftir fimm mínútna leik hefði hann látið Jóhann Berg Guðmundsson fara í stöðu djúps miðjumanns með Arnóri Ingva Traustasyni.

„Við horfðum á leikinn aftur í morgun. Við sáum þetta ekki,“ sagði Hjörvar í þættinum í dag.

Albert Brynjar Ingason tók þá til máls. „Ég held að Arnar þurfi að horfa á leikinn aftur, það var ekki hlustað á þau fyrirmæli. Í pressu fóru þeir tveir upp og einn sat eftir,“ sagði Albert.

Albert gagnrýndi viðtalið við Arnar enn frekar. „Hvað hann segir eftir leikinn, að fólk þurfi að taka eftir því að andstæðingarnir voru góðir. Við verðum að geta unnið og fengið meira en liðið á inni út frá styrkleikalistanum,“ sagði Albert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Slot sáttur þó hópurinn hafi ekki verið styrktur

Slot sáttur þó hópurinn hafi ekki verið styrktur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kane hefði getað farið – Fær aftur tækifæri eftir ár

Kane hefði getað farið – Fær aftur tækifæri eftir ár
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Nýbúinn að skrifa undir en er sagður vilja fara

Nýbúinn að skrifa undir en er sagður vilja fara
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sagt að Rashford hafi þegar tekið ákvörðun um framtíðina

Sagt að Rashford hafi þegar tekið ákvörðun um framtíðina
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Glöggir tóku eftir þessari mjög áhugaverðu breytingu á skrifstofu Trump – Telja að hann gæti verið að senda skilaboð

Glöggir tóku eftir þessari mjög áhugaverðu breytingu á skrifstofu Trump – Telja að hann gæti verið að senda skilaboð
433Sport
Í gær

Frakkinn kynntur til leiks í London

Frakkinn kynntur til leiks í London
433Sport
Í gær

Tuchel skoðar það að taka ungstirni Arsenal inn í hópinn

Tuchel skoðar það að taka ungstirni Arsenal inn í hópinn
433Sport
Í gær

Adam kominn í nýtt lið á Ítalíu

Adam kominn í nýtt lið á Ítalíu
433Sport
Í gær

Myndband: Upptaka úr líkamsmyndavél lögreglumannsins opinberuð – Sýnir hvað leiddi til þess að stórstjarnan var handtekin

Myndband: Upptaka úr líkamsmyndavél lögreglumannsins opinberuð – Sýnir hvað leiddi til þess að stórstjarnan var handtekin