Það er búið að staðfesta það að Julian Nagelsmann sé hættur sem þjálfari Bayern Munchen.
Nagelsmann fékk sparkið frá þýska stórliðinu og tekur Thomas Tuchel, fyrrum stjóri Chelsea og Dortmund, við.
Nagelsmannm þjálfaði Bayern í tæp tvö ár en hann var áður hjá RB Leipzig og gerði frábæra hluti.
Tuchel hefur náð góðum árangri sem þjálfari á sínum ferli og vann til að mynda Meistaradeildina með Chelsea.
Hann gerir tveggja og hálfs árs samning við Bayern sem gildir til ársins 2025.