Zack Steffen, markmaður Manchester City, hefur engan áhuga á því að snúa aftur til félagsins í sumar.
Steffen er búinn að missa sæti sitt sem aðalkmarkmaður bandaríska landsliðsins en hann er í láni hjá Middlesbrough þessa stundina.
Steffen vill ekki vera hjá félagi þar sem hann fær ekkert að spila og mun horfa til þess að færa sig um set endanlega.
Markmaðurinn kom til Englandsmeistarana árið 2019 en hefur aðeins spilað níu leiki fyrir félagið.
,,Nei ég held að ég muni ekki snúa aftur, ég vil fá að spila,“ sagði Steffen.
,,Ég skemmti mér mjög mikið hjá City og elska þessa stráka, þetta er magnað félag en ég er ekki að undirbúa endurkomu.“