fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Vonar að Hákon Arnar geti gert svipaða hluti og Gylfi Þór gerði fyrir landsliðið

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 23. mars 2023 10:50

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Magnússon, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu og lýsandi á Viaplay vonar að Hákon Arnar Haraldsson geti gert svipaða hluti fyrir íslenska landsliðið og Gylfi Þór Sigurðsson gerði á sínum tíma.

Hákon Arnar er vonarstjarna Íslands í fótbolta en þessi 19 ára leikmaður hefur spilað frábærlega með FCK í Danmörku og stærri lið hafa áhuga.

„Það er ekki raunhæft að gera kröfu um sigur í Bosníu en það væri stórkostlegur bónus ef það yrði, myndi setja okkur upp í góða stöðu í riðlinum,“ sagði Hörður í samtali við RÚV fyrir leikinn gegn Bosníu í undankeppni EM í kvöld.

„Jafntefli væri flott niðurstaða, fjögur stig í þessum tveimur leikjum myndu gera mikið fyrir liðið,“ segir Hörður en liðið mætir Liechtenstein á sunnudag.

Hákon Arnar eins og fyrr segir hefur spilað vel undanfarið. „Hann er búinn að vera frábær hjá FCK. Hann er að verða okkar skærasta vonarstjarna og taka við því hlutverki sem Gylfi Þór Sigurðsson var lengi í. Það er unun að horfa á drenginn spila fótbolta.“

Hörður er hins vegar ekki vongóður um að íslenska liðið fari á EM í Þýskalandi á næsta ári. „Ég tel það ólíklegt að við komumst á EM, ég held að við séum ekki alveg komnir þar sem við vorum fyrir nokkrum árum. Það getur allt gerst, þetta er ekki snúnasti riðilinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Jólaplata að koma úr óvæntri átt – Fáir vissu að hann væri að gefa út tónlist

Jólaplata að koma úr óvæntri átt – Fáir vissu að hann væri að gefa út tónlist
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Í gær

Hraunaði yfir eigin leikmann eftir gærkvöldið

Hraunaði yfir eigin leikmann eftir gærkvöldið
433Sport
Í gær

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða
433Sport
Í gær

Breska blaðið gerir stólpagrín að okkur Íslendingum – „Það hjálpaði þeim ekki í dag“

Breska blaðið gerir stólpagrín að okkur Íslendingum – „Það hjálpaði þeim ekki í dag“
433Sport
Í gær

Leikmenn United rifust innbyrðis í gærkvöldi – Amorim tjáir sig um málið

Leikmenn United rifust innbyrðis í gærkvöldi – Amorim tjáir sig um málið