Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Zenica
Það er búið að selja 9 þúsund miða á landsleik Íslands og Bosníu-Hersegóvínu í kvöld. Samkvæmt nýjustu upplýsingum er ekkert áhorfendabann í hluta stúkunnar, eins og fjallað hefur verið um.
Um fyrsta leik liðanna í undankeppni Evrópumótsins 2024 í Þýskalandi er að ræða.
Fjallað hefur verið um að hluti stúkunnar í Zenica í kvöld verði lokaður í kvöld vegna slæmrar hegðunnar stuðningsmanna bosníska landsliðsins.
Samkvæmt nýjustu upplýsingum fengu stuðningsmenn Bosníu aðeins viðvörun og er búist við fullum velli í kvöld.
Leikur Bosníu og Íslands hefst klukkan 19:45 í kvöld að íslenskum tíma. Það má því búast við svakalegri stemningu á fullum velli.
Meira
Komið að stóru stundinni í Zenica – Sjáðu stemninguna í borginni á leikdegi