Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Zenica
Það er komið að leikdegi í Bosníu, þar sem íslenska karlalandsliðið mætir heimamönnum í kvöld.
Um fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins 2024 er að ræða, en þangað ætlar Ísland sér.
Ein sögulínan sem bosnískir fjölmiðlar setja upp er að lið þeirra getur unnið sinn hundraðasta opinbera landsleik í kvöld.
Bosnía hefur leikið 251 opinberan landsleik og unnið 99.
Strákarnir okkar ætla að sjálfsögðu að reyna að stoppa þetta.
Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:45 að íslenskum tíma.
Meira
Arnar Þór spurður út í ákvörðun KSÍ en kom með afar óvænt svar – „Var þetta ekki fyrir ykkur?“