Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Zenica
Nú eru tæpar þrjár klukkustundir í að Íslenska karlalandsliðið mæti Bosníu-Hersegóvínu í fyrsta leik sínum í undankeppni Evrópumótsins 2024.
Íslenska liðið hefur æft í Munchen framan af viku en mætti til Bosníu í gær og er klárt í leikinn.
Veðrið hér í Zenica er til fyrirmyndar. Það hefur verið sól og yfir 20 stiga hiti í nær allan dag og er enn vel hlýtt þó sólin sé nú sest.
Grasið sjálft hefur verið til umræðu. Það má sjá mikið af blettum í því, líkt og meðfylgjandi myndir sína, en það virðist þó ekki alslæmt.
Það er komið að stóra prófi Arnars Þórs Viðarssonar landsliðsþjálfara. Eftir nokkuð vel lukkað þróunarferli undanfarin ár er komið að stóra prófinu. Leikurinn hefst klukkan 19:45 að íslenskum tíma.