Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hóf vegferð sína í undankeppni EM 2024 á afar slæmu tapi gegn Bosníu & Herzegovinu á útivelli. Lokatölur 3-0 í Zenica í kvöld.
Heimamenn í Bosníu & Herzegovinu komust yfir stax á 14. mínútu leiksins þegar að boltinn barst til Rade Krunic inn í vítateig Íslands og hann gat ekki annað en komið boltanum í netið. Varnarleikur Íslands ekki til útflutnings.
Krunic var síðan aftur á ferðinni á 40. mínútu er hann tvöfaldaði forystu heimamanna. Staðan 2-0 þegar flautað var til hálfleiks.
Ekki skánaði staðan í síðari hálfleik því að á 63. mínútu kom Arnar Dedic sér í góða stöðu við vítateig Íslendinga og lét vaða í átt að marki, boltinn endaði í netinu og staðan því orðin 3-0.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og byrjar íslenska landsliðið því undankeppni EM á tapi. Næsti leikur Íslands er á sunnudaginn kemur þegar að liðið heimsækir Liechtenstein.
Ísland mætir Liechtenstein á sunnudaginn næstkomandi en í kvöld mætti heimsótti liðið Portúgal og þurfti að sætta sig við 4-0 tap.
Cristiano Ronaldo skoraði tvö marka Portúgal í endurkomu sinni í Evrópu en Ronaldo er á mála hjá Al-Nassr í Sádi-Arabíu.
Hin tvö mörk Portúgal í leik kvöldsins skoruðu Joao Cancelo og Bernardo Silva.
Í Slóvakíu tóku heimamenn á móti Lúxemburg í leik sem endaði með markalausi jafntefli. Slóvakar mæta Bosníu & Herzegovinu í næsta leik sínum á meðan að Lúxemburg tekur á móti Portúgal.
Eftir fyrstu umferði undankeppninnar eru það Portúgalir sem eru á toppi J-riðils með þrjú stig, sama stigafjölda og Bosnía en betra markahlutfall. Næst á eftir koma lið Luxemburg og Slóvakíu með eitt stig hvort og Ísland situr síðan í 5. sæti án stiga og markatöluna -3. Liechtenstein rekur síðan lestina án stiga á botni riðilsins og markatöluna -4