Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins er orðinn markahæsti leikmaður enska karlalandsliðsins frá upphafi, þetta varð ljóst eftir að hann skoraði annað mark Englands í leik gegn Ítalíu í undankeppni EM sem nú stendur yfir.
Markið skoraði hann úr vítaspyrnu og var um að ræða 54. mark hans á landsliðsferlinum og bætir hann þar með met Wayne Rooney sem stóð í 53 mörkum.
Enn fremur er Harry Kane markahæsti fyrirliði Englands frá upphafi, sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk úr vítaspyrnum fyrir landsliðið, sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk á einu ári fyrir landsliðið og sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk á stórmótum.
54 – Harry Kane has the @England men’s record for:
Goals scored (54)
Goals as captain (46)
Goals via penalties (18)
Goals in a single year (16 in 2021)
Goals in major tournaments (12)Legend. pic.twitter.com/7hrK8G5YRt
— OptaJoe (@OptaJoe) March 23, 2023