Forráðamenn þýska stórliðsins Bayern Munchen íhuga nú að reka þjálfara liðsins, Julian Nagelsmann. Það er knattspyrnusérfræðingurinn Fabrizio Romano sem greinir frá þessu nú í kvöld.
„Bayern íhugar nú alvarlega að reka Nagelsmann úr starfi. Verið er að ræða þann möguleika innan herbúða félagsins,“ skrifar Romano í færslu á Twitter.
Jafnframt greinir hann frá því að þýski knattspyrnustjórinn Thomas Tuchel sé efstur á blaði hjá félaginu fari svo að Nagelsmann verði rekinn.
Bayern er sem stendur í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, einu stigi á eftir toppliði Borussia Dortmund þegar að 25. umferðir hafa verið leiknar.
Þá er liðið komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu og á þar fyrir höndum einvígi gegn Englandsmeisturum Manchester City.
🚨 EXCLUSIVE: FC Bayern are seriously considering to sack Julian Nagelsmann. Decision being discussed internally, the club could fire him soon. #FCBayern
🚨 Understand Thomas Tuchel leading candidate to potentially take FC Bayern job.
More to follow. pic.twitter.com/YpnTHsgbhy
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 23, 2023