fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
433Sport

Einkunnir úr slæmu tapi Íslands gegn Bosníu: Hæsta einkunn 5 – Varnarlínan fær falleinkunn

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. mars 2023 21:43

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ís­lenska karla­lands­liðið í knatt­spyrnu hóf veg­ferð sína í undan­keppni EM 2024 á afar slæmu tapi gegn Bosníu & Herzegovinu á úti­velli. Loka­tölur 3-0 í Zeni­ca í kvöld.

Heima­menn í Bosníu & Herzegovinu komust yfir stax á 14. mínútu leiksins þegar að boltinn barst til Rade Krunic inn í víta­teig Ís­lands og hann gat ekki annað en komið boltanum í netið. Varnar­leikur Ís­lands ekki til út­flutnings.

Krunic var síðan aftur á ferðinni á 40. mínútu er hann tvö­faldaði for­ystu heima­manna. Staðan 2-0 þegar flautað var til hálf­leiks.

Ekki skánaði staðan í síðari hálf­leik því að á 63. mínútu kom Arnar Dedic sér í góða stöðu við víta­teig Ís­lendinga og lét vaða í átt að marki, boltinn endaði í netinu og staðan því orðin 3-0.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og byrjar ís­lenska lands­liðið því undan­keppni EM á tapi. Næsti leikur Ís­lands er á sunnu­daginn kemur þegar að liðið heim­sækir Liechten­stein.

Hér má sjá einkunnir íslensku landsliðsmannanna í leiknum: 

Rúnar Alex – 5
Átti tvær mjög fínar vörslur í fyrri hálfleik og var skársti maður Íslands. Hægt að setja spurningamerki við hann í þriðja markinu.

Guðlaugur Victor – 3 
Átti dapran leik eins og aðrir í vörninni.

Daníel Leó – 3
Miðverðir Íslands voru afar ótraustir í dag.

Hörður Björgvin – 3
Miðverðir Íslands voru afar ótraustir í dag.

Davíð Kristján – 2
Á stóra ábyrgð í tveimur mörkum Bosníu og Dedic fór hrikalega illa með hann.

Arnór Ingvi – 4 
Veitti varnarlínunni litla vernd. Líklega of stórt verkefni að vera einn djúpur á miðjunni í þessum leik.

Hákon Arnar – 3
Náði ekki að búa til neitt fyrir fremstu menn.

Jóhann Berg – 4
Átti skárri leik en margir aðrir en þó ekki góður frekar en neinn annar.

Arnór Sigurðsson – 3
Sást ekkert til hans.

Jón Dagur – 4
Sýndi fína spretti á fyrstu mínútum leiksins en ekki mikið meira en það.

Alfreð Finnbogason – 4
Fékk nákvæmlega enga þjónustu og gat lítið gert.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tryggja sér efnilegan miðvörð fyrir næstu leiktíð

Tryggja sér efnilegan miðvörð fyrir næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Unnar hættir í stjórn KSÍ og Börkur kemur inn í hans stað – Verður sjálfkjörið á ársþinginu

Unnar hættir í stjórn KSÍ og Börkur kemur inn í hans stað – Verður sjálfkjörið á ársþinginu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Framganga Víkings rædd á stjórnarfundi í Laugardalnum – Ræddu áhrif hennar „á heilindi og trúverðugleika“ mótsins

Framganga Víkings rædd á stjórnarfundi í Laugardalnum – Ræddu áhrif hennar „á heilindi og trúverðugleika“ mótsins
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mögnuð staðreynd um Liverpool-banana

Mögnuð staðreynd um Liverpool-banana
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Óeining innan herbúða Real Madrid – Rauk út án þess að segja orð og sumir algjörlega búnir að fá nóg

Óeining innan herbúða Real Madrid – Rauk út án þess að segja orð og sumir algjörlega búnir að fá nóg
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Söngur þeirra um Arne Slot vekur mikla athygli

Söngur þeirra um Arne Slot vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Slot talinn horfa til Barcelona

Slot talinn horfa til Barcelona
433Sport
Í gær

Náðu loksins myndum af eiginkonunni sem var í felum – Hjákonan ákvað að elta hjónin sem fluttu land

Náðu loksins myndum af eiginkonunni sem var í felum – Hjákonan ákvað að elta hjónin sem fluttu land
433Sport
Í gær

Þakkar fyrrum stjóranum fyrir – Sannfærði hann um að vera áfram eftir mikla erfiðleika

Þakkar fyrrum stjóranum fyrir – Sannfærði hann um að vera áfram eftir mikla erfiðleika