Julian Nagelsmann hefur verið rekinn úr starfi knattspyrnustjóra þýska meistaraliðsins Bayern Munchen. Þessu heldur knattspyrnusérfræðingurinn virti Fabrizio Romano fram. Enn fremur segir hann frá því að Bayern hafi náð samkomulagi við Thomas Tuchel um að taka við liðinu.
Romano vitnar í heimildarmenn sína innan raða Bayern Munchen.
Fyrr í kvöld hafði hann greint frá því að forráðamenn félagsins væru að íhuga að reka Þjóðverjann en Bayern situr í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar.
Thomas Tuchel, fyrrum knattspyrnustjóri liða á borð við Chelsea, Paris Saint-Germain og Dortmund er arftaki Nagelsmann í starfi.
🚨 Exclusive news confirmed: Thomas Tuchel becomes new FC Bayern head coach, full agreement in place. He has already accepted the job. #FCBayern
Contract agreed, documents are being prepared tonight. pic.twitter.com/HFnOSwoU1m
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 23, 2023