Apple skoðar það nú alvarlega að reyna að kaupa allan sýningarétt á ensku úrvalsdeildinni í Englandi. Bloomberg fjallar um málið.
Sky Sports, BT Sport og Amazon eru með réttinn eins og er og gildir sá samningur til vorsins 2025.
Apple vill hins vegar kaupa réttinn og hafa þá alla leiki á streymisveitu sinni. Ljóst er að fyrr en síðar endar enska úrvalsdeildin á slíkri þjónustu.
Undanfarin ár hefur enska úrvalsdeildin skoðað það að setja upp streymisveitu og selja vöruna beint en ekki hefur orðið að því.
Apple er eitt ríkasta fyrirtæki í heimi en fyrirtækið vill sækja inn á markaðinn með beinum útsendingum af íþróttaviðburðum.