Hlaðvarpsþátturinn Þungavigtin byrjaði að hita upp fyrir Bestu deild karla í dag og settu fram spá þáttarins fyrir lokaniðurstöðu í sumar.
Þátturinn spáir því að Breiðablik muni aftur vinna deildina en liðið vann deildina á sannfærandi sigur í fyrra.
Þungavigtin spáir því að Valur endi í öðru sæti en Arnar Grétarsson er að fara inn í sitt fyrsta tímabil með liðið. Því er spáð að FH rífi sig vel upp á milli ára og endi í sjötta sæti í sumar.
Því er spáð að HK og Fylkir falli úr deildinni en bæði lið eru að koma aftur upp í deild þeirra bestu.
Spá þáttarins er í heild hér að neðan.
Spá Þungavigtarinnar:
1. Breiðablik
2. Valur
3. Víkingur
4. KR
5. KA
6. FH
7. Stjarnan
8. ÍBV
9. Fram
10. Keflavík
11. Fylkir
12 HK