Skondið atvik átti sér stað í utandeildarleik í Hollandi milli Veenhuizen og Vitesse 63 þegar að bálreiður nágranni, sem heima á í nágrenni við heimavöll Veenhuizen, tók málin í sínar eigin hendur eftir að flugeldi var skotið upp af áhorfendum.
Í þann mund sem flugeldurinn sprakk, með tilheyrandi látum, fældust tveir hestar í eigu umrædds nágranna. Hann var skiljanlega ekki parsáttur með athæfi áhorfendanna, settist á vespu sína og keyrði henni inn á knattspyrnuvöllinn þar sem leikur Veenhuizen og Viesse 63 fór fram.
Staðan var marka 0-0 þegar að atvikið átti sér stað, nágranninn var auðsjáanlega mjög ósáttur og lét nokkur vel valin orð falla við leikmenn liðanna.
Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan:
Bij Veenhuizen – Vitesse ‘63 komt de buurman op zijn scooter gewoon even het veld opgereden. De reden: door het vuurwerk zijn zijn paarden op hol geslagen! I kid you not! 🤣👌🏻 pic.twitter.com/cBhFEFbxBo
— Claudia (@ClaudiaWR85) March 19, 2023