Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Munchen
Nú stendur yfir síðasta æfing íslenska karlalandsliðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Bosníu og Hersegóvínu í undankeppni EM 2024 á morgun.
Æfingin fer fram í Munchen þar sem íslenska liðið hefur æft undanfarna daga.
Líkt og í gær voru allir í hópnum með. Hákon Rafn Valdimarsson var kominn í hóp markvarða fyrir Elías Rafn Ólafsson sem þurfti að draga sig úr hópnum vegna höfuðmeiðsla.
Fljótlega eftir æfingu mun hópurinn fljúga yfir til Sarajevó. Leikurinn sjálfur fer svo fram í bosnísku borginni Zenica.
Rjómablíða er í Munchen í dag og voru landsliðsmenn og þjálfarar ansi hressir.
Hér að neðan má sjá klippur frá æfingunni.