Áhorfandi á leik PSV og Sevilla í Evrópudeildinni á dögunum hefur verið settur í 40 ára bann frá því að mæta á leiki fyrir að hafa ráðist á markvörð Sevilla á meðan á leiknum stóð.
Atvikið átti sér stað er liðin mættust í síðasta mánuði en áhorfandinn hljóp inn á völlinn og að Marko Dmitrovic og réðst á hann.
Dmitrovic náði að snúa umræddan áhorfanda niður á jörðina áður en öryggisverðir vallarins mættu á svæðið og fóru með hann burt.
Auk 40 ára bannsins frá því að mæta á leiki hefur áhorfandinn einnig fengið á sig þriggja mánaða fangelsisdóm. Þá er honum bannað að koma í námunda við leikvang PSV í tvö ár.
Nú hefur einnig komið í ljós að umræddur maður var nú þegar í banni frá því að mæta á völlinn. Hann komst inn á leikvanginn með því að nota miða sem vinur hans hafði keypt.
Dmitrovic es la HOSTIA pic.twitter.com/70NY5wP8tv
— El Richar de Manchester (@presodetuembru1) February 23, 2023