Sir Jim Ratcliffe og fyrirtæki hans Ineos hafa lagt fram endurbætt tilboð í Manchester United. BBC segir frá þessu.
Aðilar hafa til 21:00 í kvöld til að leggja fram nýtt tilboð til Glazer fjölskyldunnar sem skoðar nú að selja félagið.
Sheik Jassim og hans fyrirtæki frá Katar ætlar einnig að gera endurbætt tilboð sem gæti orðið í kringum 5,5 milljarða pudna.
Vitað er að Glazer fjölskyldan vill fá um 6 milljarða punda fyrir félagið en Ratcliffe og aðilar frá Sheik Jassim funduðu í Manchester í síðustu viku.
Þar fengu aðilar að kafa dýpra í bókhaldið og skoða heimavöll félagsins og æfingasvæði. Búist er við tíðindum á næstu dögum um áframhaldið og hvort þá fleiri aðilar muni gera tilboð.
NEW | Ineos and Sir Jim Ratcliffe are submitting an improved bid for Manchester United, BBC Sport understands #mufc https://t.co/Rjgbla4lCg pic.twitter.com/k6JGhTciNg
— Dan Roan (@danroan) March 22, 2023